Sunday, June 21, 2009

Googlescetch

Þrátt fyrir fádæma dræm viðbrögð við síðasta bloggi, hef ég ákveðið að bæta aðeins við síðuna. Við vorum búin að teikna upp íbúðina í forriti sem fæst ókeypis hjá google, og settum inn fullt af húsgögnum (okkar eigin og líka draumahúsgögnin ;) og hér ber að líta niðurstöðuna. Athugasemdir um veggliti, gólfefni og uppröðun húsgagna og þess háttar eru vel þegnar.
Svo fer litla systir nú alveg að kíkja til mín, og þá munum við sko kíkja í fullt af búðum og liggja vel og lengi yfir þessu öllu saman. Listrænn ráðunautur mun hún kallast!

Heyrumst seinna!! (ef e-r les þetta þaes)

Tuesday, June 16, 2009

úff

Hef bara enga tíma haft til að blogga almennilega. Ég ætlaði alltaf að setja inn myndirnar frá heimsókninni hennar steinu og mæk, og teikninguna af nýju íbúðinni okkar osfrv, en tíminn hefur alltaf hlaupið frá mér. Við erum að fara að flytja mjög bráðlega, og þurfum að standa í alls kyns skriffinsku hvað varðar það, og svo ofan á það kemur að við þurfum að skila skattauppgjöri líka 1. júli (sama dag og við flytjum) og þetta reynist vera algjör vibbi! Risa bók sem við þurfum að fylla út, og allt á hollensku (auðvitað, sérstaklega fyrir útlendingana!). Erum búin að vera að stressa okkur yfir þessu, og svo fengum við símtal um að á morgun ætlar leigumiðlunin að skoða íbuðina okkar (gömlu) svo við þurfum gjöru svo vel að spúlhreinsa hana í kvöld! Úff, höfum engan tíma eða þol í þetta. Reyndar var helgin róleg og fín, við skrópuðum í skattinum og kíktum í bíó á tortímandann sælla minninga. Bara ágætis ræma, flottar brellur og svona svo þetta er svona ekta bíó-mynd. Reyndar er allt tímaflakkið farið að rugla mann hressilega, en ef maður hunsar það þá er þetta mesta skemmtun. Star trek var reyndar líka betri, en líka tímaflakk í henni. Svo eru þetta bæði prequel-myndir, f.u. að terminator er bæði sequel og prequel í einu! Oh, mér er illt í heilanum mínum.... Alla veganna- gleðilega þjóðhátíð á morgun múffurnar mínar!! Ég verð með svaka heimþrá að hugsa til allra, sitjandi inni í góða veðrinu að raðgreina mótefni og einangra prótein.
Muna að kommenta ;) Svo ég viti að ég sé ekki bara að babla við sjálfa mig hérna...