Thursday, September 24, 2009

Hæhæ

Aðeins að sinna tilkynningarskyldunni. Erum sem sagt komin til baka frá Þýskalandi, þar sem við vorum í brúðkaupi og ráðstefnu. Lestarferðin reyndist aðeins meira mál en við gerðum ráð fyrir, enda eyddum við nær þremur dögum samtals í lestir. Heimferðin var lang þægilegust, enda bein leið til Amsterdam, á meðan við þurftum að skipta oft á dag á hinum ferðunum. Brúðkaupið hjá Sabine var gullfallegt, haldið í svaka slossi, maturinn eins og á fimm stjörnu veitingastað og kjóllinn eins og klipptur út úr tímabils-kvikmynd, slæða og allt. Við gistum hjá foreldrum hennar við gott yfirlæti og gátum æft þýskuna okkar fullt. Ég notaði hana reyndar lítið sem ekkert í Berlín, enda þóttust lestarverðir og þjónar á veitingastöðum ekkert skilja mig eða Daða. Þingið var eins og búast mátti við, ýmislegt áhugavert, annað ekki, og mjög lýjandi (8-6 alla daga takk fyrir). Daði mátti hafa ofan fyrir sjálfum sér á meðan, ég gat nú reyndar aðeins stolist frá einn daginn og kíkt með honum á Brandenburgarhliðið og Reichstag og þetta helsta. Eitt kvöldið áttum við líka ein saman, fórum og fengum okkur fullt af sushi og kokteila, bara mjög billegt miðað við amsterdam enda Berlín algjör nemendaborg, og þær iðulega ódýrari en aðrar. Hótelið okkar var mjög flott bara, kannski ekki mikill lúxus en það leit rosalega vel út, svona hönnunarhótel fyrir fólk á budgeti. Morgunmaturinn var svakalega flottur, allt milli himins og jarðar og meira að segja eftirréttir líka. Kaffið reyndar vont, en ég bætti það upp með reglulegum ferðum á starbucks þar sem ég fékk mér frappuccino light eins og endranær. Ég held reyndar að Daða hafi ekkert allt of vel litist á borgina, enda er hún ekki jafn myndræn og sjarmerandi og amsterdam, en ég vil nú samt halda því fram að hann hafi ekki verið að skoða réttu hlutina. Flestir sem þekkja til segja að Berlin sé með skemmtilegri borgum að heimsækja, og þá sérstaklega til að kíkja á söfn, versla og fara út á lífið, og auðvitað gerði Daði ekkert að þessu ofantöldu. Á mánudaginn var hjá mér árleg óvissuferð í vinnunni, og var ferðinni heitið ma. á risastórt virki skammt fyrir utan amsterdam sem heitir Naarden. Þetta er heljarinnar mannvirki, tvöfaldur fimmhyrningslaga skurður með landskika á milli, og svo er innst inni manngerð eyja með fimm varnarvirkjum á hornunum og þar að auki minni hornlaga eyjar milli virkjanna. Þetta var allt lagt úr steinum með grasi ofan á, og ofan frá virkar þetta eins og einhver listrænn skúlptúr á landslaginu. Í austurríki voru þeir með kastala og virki á hverjum fjallstindi, á meðan í flötu Hollandinu nota þeir auðvitað vatn til að verja sig. Svo var skotið af fallbyssum fyrir okkur (aumingja daði að missa af því) og eftir á var etið og djúsað frameftir. Í dag hlakkar mig til að fara heim til að setja upp gardínurnar sem við keyptum loksins, og á laugardaginn kemur Þór Fannar að heimsækja okkur. Svo ætla strákarnir að kíkja til Sverige á hann Garðar fornvin Daða, og þá verða örugglega framin ýmis konar strákapör, á meðan ég er grasekkja heima. En ég borga sko fyrir mig, því að 9.okt sting ég af til Danmerkur til að hanga með Svönsu og Halla í bústað í viku!! Gaman gaman, að slappa af saman ;) Ég vona bara að veðrið verði gott þessa helgina, því mig langar að kíkja í búðir og kannski kaupa hillur eða eitthvað fyrir íbúðina og gera hana ennþá flottari en hún er nú þegar. Verð svo að nota grasekkjutímann til að vera dugleg í ræktinni, enda lítið gaman að hanga einn heima þegar maður á ekki einu sinni sjónvarp.
Endilega látið heyra í ykkur ef þið lesið þetta, set bráðlega inn myndir af brúðkaupinu og kannski óvissuferðinni (hlaðið niður frá öðrum, enda hef ég ekki myndavél sjálf lengur- takk kærlega fyrir það litli myndavélaslátrari; Þú veist hver þú ert....)
Kærar kveðjur, Helga og Daði

Sunday, September 6, 2009

Relax, þetta gekk upp

Jamm, fólk getur hætt að halda í sér andanum- það kom enginn í þetta skiptið. Við mættum aftur á bæjarskrifstofuna vikuna eftir og fengum símanúmerið hjá einhverjum hærra settum. Hann tók vel í viðleitni okkar og nokkrum dögum síðar kom tilkynning um það að fólkið hefði verið afskráð. Guði sé lof.... Við fáum reyndar ennþá póst til fyrirtækja sem fólkið er skráð fyrir, en við skilum þeim alltaf svo vonandi fattar sendandinn að þetta er vitlaust heimilisfang. Annars er það helst í fréttum að við daði erum að fara til Þýskalands í næstu viku fram yfir helgi. Fyrst förum við til Sabine vinkonu nálægt Stuttgart, en hún er að fara að giftast honum Achim, kærasta hennar til 10 ára eða meira. Mætti bara halda að það sé ennþá von fyrir okkur Daða ;) Þaðan förum við með lestinni til Berlin eftir tvær nætur, því ég þarf að mæta á ráðstefnu (European Congress of Immunology). Lussy tekur líka með sér makann sinn, svo strákarnir geta spígsporað um borgina og skoðað brugghús og nasistasöfn á meðan ég og Lussy höngum yfir fyrirlestrum allan daginn. Vonandi getum við eitthvað kíkt á lífið eða á helstu minnismerki áður en við hoppum upp í lestina og aftur heim. Lenti reyndar í smá klandri með lestarmiðana- var búin að kaupa miða til Stuttgart, Berlin og heim með margra vikna fyrirvara, fékk þá í pósti og endurgreidda (að hluta til ) frá vinnunni og allt svoleiðis, þegar ég komst að því mér til hryllings..... Að ég átti miða til og frá Göttingen, en ekki Göppingen!! (lestarstöðin næst heimili Sabine). Göttingen er einhver allt annar bær, lengst fyrir norðan í Þýskanlandi! Við skutluðum okkur niður í bæ í gær í svaka stressi, og fengum að breyta þessu sem betur fer (þurftum reyndar að borga 120 evrur á milli, því þetta var lengri vegalengd). Og ég sem var svo stolt yfir því að hafa fundið svona billega lestarmiða fyrir okku Daða, aaalveg sjálf ;) Daði er búinn að vera algjör elska þessa helgi, hann fann á sér að ég var eitthvað stressuð yfir því að eiga engan almennilegan kjól eða skó við (hef aldrei farið í brúðkaup áður, en ímynda mér að gallabuxur og flatbotna skór séu nónó við þess konar tækifæri). Hann hagaði sér eins og algjör herramaður og fór með mér niður í bæ að finna hentugan klæðnað. Í gær fann ég sætan retró fiftís kjól hjá Mango (69 evrur ca) og í dag fann ég skó! Ótrúleg tilviljun reyndar, eftir þriggja tíma göngu ákvað ég eiginlega að skórnir sem ég sá í fyrstu búðinni væru þeir einu sönnu (hvítir leðurskór með viðarhæl, voða retró í stíl við kjólinn). Þeir voru meira að segja á helmingsafslátti ofan á útsöluverð, enda var síðasti dagur útsölunnar í dag. Ég hafði ákveðið að kaupa þá ekki þar sem þeir voru hvítir, og Daði var á því að ég myndi slátra þeim innan viku frá kaupunum. Þar sem við vorum komin leeengst í burtu frá búðinni, og klukkan var 10 mín í 5, þá var ég búin að gefa upp alla von. En svo dró ég Daða in í síííðustu búðina (ég looooofa...) og þá sé ég, hvað haldið þið, sömu skóna, á sama útsöluverðinu, bara ljósbrúnir ;) Gleði gleði gleði get ég sagt ykkur. Og meira að segja til í stærð 38.... Keyptum þá á stundinni, 35 evrur í staðin fyrir 100, mjög spennandi reynsla. Ég spurði Daða hvort hann væri ekki líka með hjartslátt, en hann vildi ekki meina það- vildi bara komas heim í pítsu og bjór. En mín er sem sagt ánægð með afrekið.
En hvað segið þið annars gott?
Svansa, ætti ég kannski að kíkja í heimsókn í október? Ég ætti að geta haft efni á flugi og lest, byrja bara að spara núna ;)
Kveðjur frá (rigninga- og rokrassgatinu) Amsterdam