Wednesday, May 27, 2009

Hann átti ammæl´ á mánudaginn......

Rétt snöggvast áður en ég þarf að skjótast út um dyrnar...
Fyrst af öllu vil ég óska honum pabba mínum innilega til hamingju með 59 ára afmælið síðasta mánudag!!! Í öðru lagi vil ég biðjast afsökunar á gleymsku minni, þar sem ég alveg steingleymdi að hringja í hann.... :( Mér til afsökunar voru Steina og Mæk í heimsókn þangað til á mánudaginn, og svo hafði ég bara tvo voða bissí daga þangaði til ég þurfti að fara á ráðstefnu (sem sagt í dag) þannig ég er bara búin að vera út um allt! Svo greinilega klikkaði alveg samskiptanetið (operation early warning) sem við systurnar eigum nú að hafa. Sem sagt hjartanlega til hamingju pabbi minn, og ég skal sko ekki gleyma á næsta ári ;) Ég reyndi að hringja í ykkur í gær en þið voruð greinilega ekki komin heim af þessum tónleikum og ég nennti ekki að vaka lengur en til 12 :0
Jæja, þarf að hlaupa út um dyrnar. Er að fara á pHd retreat með hinum nemunum, á víst að vera e-k ráðstefna en ég hef reyndar heyrt að þetta sé bara alls herjar fyllerí og djamm. Við sjáum bara til.
Kærar kveðjur frá Amsterdam og heyrumst bráðlega,
Helga

2 comments:

Anonymous said...

Hann kom ekki heim fyrr en mjög seint og ég keypti ekki neitt heldur. Ég ætla bara að hafa Beylís flösku tilbúna í kælinum þegar hann kemur í sumar...bara fyrir hann :O)
kveðja
Svansa

Anonymous said...

einnig mér til afsökunar spurði ég mömmu, í bílnum, hvort við ættum nú ekki að hringja í þig og minna þig á afmælið hans pabba, þá sagði hún að þú ættir bara að muna eftir því sjálf... Svo gleymdi ég því hreinlega að minna þig á þegar við komum heim...
Kv. Jóhanna hugulsama, en gleymska