Sunday, September 6, 2009

Relax, þetta gekk upp

Jamm, fólk getur hætt að halda í sér andanum- það kom enginn í þetta skiptið. Við mættum aftur á bæjarskrifstofuna vikuna eftir og fengum símanúmerið hjá einhverjum hærra settum. Hann tók vel í viðleitni okkar og nokkrum dögum síðar kom tilkynning um það að fólkið hefði verið afskráð. Guði sé lof.... Við fáum reyndar ennþá póst til fyrirtækja sem fólkið er skráð fyrir, en við skilum þeim alltaf svo vonandi fattar sendandinn að þetta er vitlaust heimilisfang. Annars er það helst í fréttum að við daði erum að fara til Þýskalands í næstu viku fram yfir helgi. Fyrst förum við til Sabine vinkonu nálægt Stuttgart, en hún er að fara að giftast honum Achim, kærasta hennar til 10 ára eða meira. Mætti bara halda að það sé ennþá von fyrir okkur Daða ;) Þaðan förum við með lestinni til Berlin eftir tvær nætur, því ég þarf að mæta á ráðstefnu (European Congress of Immunology). Lussy tekur líka með sér makann sinn, svo strákarnir geta spígsporað um borgina og skoðað brugghús og nasistasöfn á meðan ég og Lussy höngum yfir fyrirlestrum allan daginn. Vonandi getum við eitthvað kíkt á lífið eða á helstu minnismerki áður en við hoppum upp í lestina og aftur heim. Lenti reyndar í smá klandri með lestarmiðana- var búin að kaupa miða til Stuttgart, Berlin og heim með margra vikna fyrirvara, fékk þá í pósti og endurgreidda (að hluta til ) frá vinnunni og allt svoleiðis, þegar ég komst að því mér til hryllings..... Að ég átti miða til og frá Göttingen, en ekki Göppingen!! (lestarstöðin næst heimili Sabine). Göttingen er einhver allt annar bær, lengst fyrir norðan í Þýskanlandi! Við skutluðum okkur niður í bæ í gær í svaka stressi, og fengum að breyta þessu sem betur fer (þurftum reyndar að borga 120 evrur á milli, því þetta var lengri vegalengd). Og ég sem var svo stolt yfir því að hafa fundið svona billega lestarmiða fyrir okku Daða, aaalveg sjálf ;) Daði er búinn að vera algjör elska þessa helgi, hann fann á sér að ég var eitthvað stressuð yfir því að eiga engan almennilegan kjól eða skó við (hef aldrei farið í brúðkaup áður, en ímynda mér að gallabuxur og flatbotna skór séu nónó við þess konar tækifæri). Hann hagaði sér eins og algjör herramaður og fór með mér niður í bæ að finna hentugan klæðnað. Í gær fann ég sætan retró fiftís kjól hjá Mango (69 evrur ca) og í dag fann ég skó! Ótrúleg tilviljun reyndar, eftir þriggja tíma göngu ákvað ég eiginlega að skórnir sem ég sá í fyrstu búðinni væru þeir einu sönnu (hvítir leðurskór með viðarhæl, voða retró í stíl við kjólinn). Þeir voru meira að segja á helmingsafslátti ofan á útsöluverð, enda var síðasti dagur útsölunnar í dag. Ég hafði ákveðið að kaupa þá ekki þar sem þeir voru hvítir, og Daði var á því að ég myndi slátra þeim innan viku frá kaupunum. Þar sem við vorum komin leeengst í burtu frá búðinni, og klukkan var 10 mín í 5, þá var ég búin að gefa upp alla von. En svo dró ég Daða in í síííðustu búðina (ég looooofa...) og þá sé ég, hvað haldið þið, sömu skóna, á sama útsöluverðinu, bara ljósbrúnir ;) Gleði gleði gleði get ég sagt ykkur. Og meira að segja til í stærð 38.... Keyptum þá á stundinni, 35 evrur í staðin fyrir 100, mjög spennandi reynsla. Ég spurði Daða hvort hann væri ekki líka með hjartslátt, en hann vildi ekki meina það- vildi bara komas heim í pítsu og bjór. En mín er sem sagt ánægð með afrekið.
En hvað segið þið annars gott?
Svansa, ætti ég kannski að kíkja í heimsókn í október? Ég ætti að geta haft efni á flugi og lest, byrja bara að spara núna ;)
Kveðjur frá (rigninga- og rokrassgatinu) Amsterdam

2 comments:

Anonymous said...

Helga komdu í heimsókn :O) Við Halli verðum bæði í fríiog alveg tilvalið að þú komir.Það gæti verið að við færum í bústað hér nálægt og þá kemur þú bara með...ekki satt :O) Láttu mig vita fljótlega hvenær þú kemur :O)
Knús til þín og Daða :O)
Kveðja Svansa

Anonymous said...

Nei koddu til okkar:D haha
KV. Jóhanna