Held að enginn skoði þetta blogg lengur, en ef ske kynni amma fengi að skoða þetta einhverja helgina...
Jæja, helst í fréttum;
Buín að dreyma það amk tvisvar að ég sé komin heim til mín. Yfirleitt er ömurlegt veður í þessum draumum, og ég er að stússast eitthvað í stressi, keyra um á subarunum eða eitthvað. Samt rosaleg indælt að dreyma svona, er eiginlega hissa stundum þegar ég vakna í eigin rúmi.
Ég hef ekki verið heima í heilt ár! Algjör eilífð! Við lofum því að kíkja amk tvisvar á næsta ári, þetta var svo dýrt síðasta sumar að flytja að við höfðum eiginlega ekki efni á neinum ferðum. Stendur allt til bóta... Hlakka sérstaklega til að sjá vini mína sem eiga börn, svona krútt vaxa svo rosalega hratt að manni svimar bara. Berglind frænka er búin að bjóða mér í kaffi og kökur, og ég mun væntanlega bjóða sjálfri mér í kaffi hjá Gunnhildi ofumömmu og famílíu.
Var í Danmörku með svönsu og litlu krúttunum, lifðum aðallega á múffum og kóngamatseld frá Halla. Kláruðum svo hrikalega mikið magn af víni yfir vikuna að ég vil ekki einu sinni hugsa um það. Fórum varla út úr húsi (nema í dýragarðinn einu sinni og smá í búðir) og þar var heeeerlijk! Minna heerlijk er kílóið sem ég bætti á mig þar, og hefur ekki tekist að losa mig við. Svansa var líka í smá átaki, við lærðum saman að búa til remúlaði úr grískri jógúrt og það var algjört namm! Hvernig hefur gengið annars með skokkátakið svansa mín? Ég er búin að vera frekar löt...
Vorum að kaupa risasjónvarp! Jæja, 40 tommur, og við fáum það ekki fyrr en í næstu viku. Með alls kyns möguleikum til að tengjast netinu og spila beint af tölvu, svo ég þarf ekki lengur að horfa á supernatural á fartölvunnu . N'u munum við loksins fá eitthvað fyrir sjónvarpsáskriftina okkar ;) Varð svo svakalega abbó þegar ég sá fl0tta sjónvarpið þeirra svönsu og Halla, okkar er næstum því alveg eins flott. Þetta er samsung B650 (minnir mig) og á að vera mjög nýmóðins hvað varðar alla tengi-möguleika.
Eg er alltaf að heyra af fólki sem er atvinnulaust, núna síðast Kötju vinkonu (frá Austurríki) sem var að útskrifast. Hún er alltaf að reyna að plata okkur með sér til Asíu eftir áramót, þá verður hún nottlega að hafa tekjur greyið ;) Eruð þið með plön fyrir næsta sumar?
Endlega látið heyra í ykkur,
Helga
Btw, daði þakkar fyrir allar afmæliskveðjur sem hann fékk á facebook. Veit ekki hvort hann gat hugsað sér að logga sig inn og kommenta, en hann sá kveðjurnar og fanns það voða sætt ;)
Friday, October 30, 2009
Subscribe to:
Posts (Atom)