Held að enginn skoði þetta blogg lengur, en ef ske kynni amma fengi að skoða þetta einhverja helgina...
Jæja, helst í fréttum;
Buín að dreyma það amk tvisvar að ég sé komin heim til mín. Yfirleitt er ömurlegt veður í þessum draumum, og ég er að stússast eitthvað í stressi, keyra um á subarunum eða eitthvað. Samt rosaleg indælt að dreyma svona, er eiginlega hissa stundum þegar ég vakna í eigin rúmi.
Ég hef ekki verið heima í heilt ár! Algjör eilífð! Við lofum því að kíkja amk tvisvar á næsta ári, þetta var svo dýrt síðasta sumar að flytja að við höfðum eiginlega ekki efni á neinum ferðum. Stendur allt til bóta... Hlakka sérstaklega til að sjá vini mína sem eiga börn, svona krútt vaxa svo rosalega hratt að manni svimar bara. Berglind frænka er búin að bjóða mér í kaffi og kökur, og ég mun væntanlega bjóða sjálfri mér í kaffi hjá Gunnhildi ofumömmu og famílíu.
Var í Danmörku með svönsu og litlu krúttunum, lifðum aðallega á múffum og kóngamatseld frá Halla. Kláruðum svo hrikalega mikið magn af víni yfir vikuna að ég vil ekki einu sinni hugsa um það. Fórum varla út úr húsi (nema í dýragarðinn einu sinni og smá í búðir) og þar var heeeerlijk! Minna heerlijk er kílóið sem ég bætti á mig þar, og hefur ekki tekist að losa mig við. Svansa var líka í smá átaki, við lærðum saman að búa til remúlaði úr grískri jógúrt og það var algjört namm! Hvernig hefur gengið annars með skokkátakið svansa mín? Ég er búin að vera frekar löt...
Vorum að kaupa risasjónvarp! Jæja, 40 tommur, og við fáum það ekki fyrr en í næstu viku. Með alls kyns möguleikum til að tengjast netinu og spila beint af tölvu, svo ég þarf ekki lengur að horfa á supernatural á fartölvunnu . N'u munum við loksins fá eitthvað fyrir sjónvarpsáskriftina okkar ;) Varð svo svakalega abbó þegar ég sá fl0tta sjónvarpið þeirra svönsu og Halla, okkar er næstum því alveg eins flott. Þetta er samsung B650 (minnir mig) og á að vera mjög nýmóðins hvað varðar alla tengi-möguleika.
Eg er alltaf að heyra af fólki sem er atvinnulaust, núna síðast Kötju vinkonu (frá Austurríki) sem var að útskrifast. Hún er alltaf að reyna að plata okkur með sér til Asíu eftir áramót, þá verður hún nottlega að hafa tekjur greyið ;) Eruð þið með plön fyrir næsta sumar?
Endlega látið heyra í ykkur,
Helga
Btw, daði þakkar fyrir allar afmæliskveðjur sem hann fékk á facebook. Veit ekki hvort hann gat hugsað sér að logga sig inn og kommenta, en hann sá kveðjurnar og fanns það voða sætt ;)
Friday, October 30, 2009
Thursday, September 24, 2009
Hæhæ
Aðeins að sinna tilkynningarskyldunni. Erum sem sagt komin til baka frá Þýskalandi, þar sem við vorum í brúðkaupi og ráðstefnu. Lestarferðin reyndist aðeins meira mál en við gerðum ráð fyrir, enda eyddum við nær þremur dögum samtals í lestir. Heimferðin var lang þægilegust, enda bein leið til Amsterdam, á meðan við þurftum að skipta oft á dag á hinum ferðunum. Brúðkaupið hjá Sabine var gullfallegt, haldið í svaka slossi, maturinn eins og á fimm stjörnu veitingastað og kjóllinn eins og klipptur út úr tímabils-kvikmynd, slæða og allt. Við gistum hjá foreldrum hennar við gott yfirlæti og gátum æft þýskuna okkar fullt. Ég notaði hana reyndar lítið sem ekkert í Berlín, enda þóttust lestarverðir og þjónar á veitingastöðum ekkert skilja mig eða Daða. Þingið var eins og búast mátti við, ýmislegt áhugavert, annað ekki, og mjög lýjandi (8-6 alla daga takk fyrir). Daði mátti hafa ofan fyrir sjálfum sér á meðan, ég gat nú reyndar aðeins stolist frá einn daginn og kíkt með honum á Brandenburgarhliðið og Reichstag og þetta helsta. Eitt kvöldið áttum við líka ein saman, fórum og fengum okkur fullt af sushi og kokteila, bara mjög billegt miðað við amsterdam enda Berlín algjör nemendaborg, og þær iðulega ódýrari en aðrar. Hótelið okkar var mjög flott bara, kannski ekki mikill lúxus en það leit rosalega vel út, svona hönnunarhótel fyrir fólk á budgeti. Morgunmaturinn var svakalega flottur, allt milli himins og jarðar og meira að segja eftirréttir líka. Kaffið reyndar vont, en ég bætti það upp með reglulegum ferðum á starbucks þar sem ég fékk mér frappuccino light eins og endranær. Ég held reyndar að Daða hafi ekkert allt of vel litist á borgina, enda er hún ekki jafn myndræn og sjarmerandi og amsterdam, en ég vil nú samt halda því fram að hann hafi ekki verið að skoða réttu hlutina. Flestir sem þekkja til segja að Berlin sé með skemmtilegri borgum að heimsækja, og þá sérstaklega til að kíkja á söfn, versla og fara út á lífið, og auðvitað gerði Daði ekkert að þessu ofantöldu. Á mánudaginn var hjá mér árleg óvissuferð í vinnunni, og var ferðinni heitið ma. á risastórt virki skammt fyrir utan amsterdam sem heitir Naarden. Þetta er heljarinnar mannvirki, tvöfaldur fimmhyrningslaga skurður með landskika á milli, og svo er innst inni manngerð eyja með fimm varnarvirkjum á hornunum og þar að auki minni hornlaga eyjar milli virkjanna. Þetta var allt lagt úr steinum með grasi ofan á, og ofan frá virkar þetta eins og einhver listrænn skúlptúr á landslaginu. Í austurríki voru þeir með kastala og virki á hverjum fjallstindi, á meðan í flötu Hollandinu nota þeir auðvitað vatn til að verja sig. Svo var skotið af fallbyssum fyrir okkur (aumingja daði að missa af því) og eftir á var etið og djúsað frameftir. Í dag hlakkar mig til að fara heim til að setja upp gardínurnar sem við keyptum loksins, og á laugardaginn kemur Þór Fannar að heimsækja okkur. Svo ætla strákarnir að kíkja til Sverige á hann Garðar fornvin Daða, og þá verða örugglega framin ýmis konar strákapör, á meðan ég er grasekkja heima. En ég borga sko fyrir mig, því að 9.okt sting ég af til Danmerkur til að hanga með Svönsu og Halla í bústað í viku!! Gaman gaman, að slappa af saman ;) Ég vona bara að veðrið verði gott þessa helgina, því mig langar að kíkja í búðir og kannski kaupa hillur eða eitthvað fyrir íbúðina og gera hana ennþá flottari en hún er nú þegar. Verð svo að nota grasekkjutímann til að vera dugleg í ræktinni, enda lítið gaman að hanga einn heima þegar maður á ekki einu sinni sjónvarp.
Endilega látið heyra í ykkur ef þið lesið þetta, set bráðlega inn myndir af brúðkaupinu og kannski óvissuferðinni (hlaðið niður frá öðrum, enda hef ég ekki myndavél sjálf lengur- takk kærlega fyrir það litli myndavélaslátrari; Þú veist hver þú ert....)
Kærar kveðjur, Helga og Daði
Endilega látið heyra í ykkur ef þið lesið þetta, set bráðlega inn myndir af brúðkaupinu og kannski óvissuferðinni (hlaðið niður frá öðrum, enda hef ég ekki myndavél sjálf lengur- takk kærlega fyrir það litli myndavélaslátrari; Þú veist hver þú ert....)
Kærar kveðjur, Helga og Daði
Sunday, September 6, 2009
Relax, þetta gekk upp
Jamm, fólk getur hætt að halda í sér andanum- það kom enginn í þetta skiptið. Við mættum aftur á bæjarskrifstofuna vikuna eftir og fengum símanúmerið hjá einhverjum hærra settum. Hann tók vel í viðleitni okkar og nokkrum dögum síðar kom tilkynning um það að fólkið hefði verið afskráð. Guði sé lof.... Við fáum reyndar ennþá póst til fyrirtækja sem fólkið er skráð fyrir, en við skilum þeim alltaf svo vonandi fattar sendandinn að þetta er vitlaust heimilisfang. Annars er það helst í fréttum að við daði erum að fara til Þýskalands í næstu viku fram yfir helgi. Fyrst förum við til Sabine vinkonu nálægt Stuttgart, en hún er að fara að giftast honum Achim, kærasta hennar til 10 ára eða meira. Mætti bara halda að það sé ennþá von fyrir okkur Daða ;) Þaðan förum við með lestinni til Berlin eftir tvær nætur, því ég þarf að mæta á ráðstefnu (European Congress of Immunology). Lussy tekur líka með sér makann sinn, svo strákarnir geta spígsporað um borgina og skoðað brugghús og nasistasöfn á meðan ég og Lussy höngum yfir fyrirlestrum allan daginn. Vonandi getum við eitthvað kíkt á lífið eða á helstu minnismerki áður en við hoppum upp í lestina og aftur heim. Lenti reyndar í smá klandri með lestarmiðana- var búin að kaupa miða til Stuttgart, Berlin og heim með margra vikna fyrirvara, fékk þá í pósti og endurgreidda (að hluta til ) frá vinnunni og allt svoleiðis, þegar ég komst að því mér til hryllings..... Að ég átti miða til og frá Göttingen, en ekki Göppingen!! (lestarstöðin næst heimili Sabine). Göttingen er einhver allt annar bær, lengst fyrir norðan í Þýskanlandi! Við skutluðum okkur niður í bæ í gær í svaka stressi, og fengum að breyta þessu sem betur fer (þurftum reyndar að borga 120 evrur á milli, því þetta var lengri vegalengd). Og ég sem var svo stolt yfir því að hafa fundið svona billega lestarmiða fyrir okku Daða, aaalveg sjálf ;) Daði er búinn að vera algjör elska þessa helgi, hann fann á sér að ég var eitthvað stressuð yfir því að eiga engan almennilegan kjól eða skó við (hef aldrei farið í brúðkaup áður, en ímynda mér að gallabuxur og flatbotna skór séu nónó við þess konar tækifæri). Hann hagaði sér eins og algjör herramaður og fór með mér niður í bæ að finna hentugan klæðnað. Í gær fann ég sætan retró fiftís kjól hjá Mango (69 evrur ca) og í dag fann ég skó! Ótrúleg tilviljun reyndar, eftir þriggja tíma göngu ákvað ég eiginlega að skórnir sem ég sá í fyrstu búðinni væru þeir einu sönnu (hvítir leðurskór með viðarhæl, voða retró í stíl við kjólinn). Þeir voru meira að segja á helmingsafslátti ofan á útsöluverð, enda var síðasti dagur útsölunnar í dag. Ég hafði ákveðið að kaupa þá ekki þar sem þeir voru hvítir, og Daði var á því að ég myndi slátra þeim innan viku frá kaupunum. Þar sem við vorum komin leeengst í burtu frá búðinni, og klukkan var 10 mín í 5, þá var ég búin að gefa upp alla von. En svo dró ég Daða in í síííðustu búðina (ég looooofa...) og þá sé ég, hvað haldið þið, sömu skóna, á sama útsöluverðinu, bara ljósbrúnir ;) Gleði gleði gleði get ég sagt ykkur. Og meira að segja til í stærð 38.... Keyptum þá á stundinni, 35 evrur í staðin fyrir 100, mjög spennandi reynsla. Ég spurði Daða hvort hann væri ekki líka með hjartslátt, en hann vildi ekki meina það- vildi bara komas heim í pítsu og bjór. En mín er sem sagt ánægð með afrekið.
En hvað segið þið annars gott?
Svansa, ætti ég kannski að kíkja í heimsókn í október? Ég ætti að geta haft efni á flugi og lest, byrja bara að spara núna ;)
Kveðjur frá (rigninga- og rokrassgatinu) Amsterdam
En hvað segið þið annars gott?
Svansa, ætti ég kannski að kíkja í heimsókn í október? Ég ætti að geta haft efni á flugi og lest, byrja bara að spara núna ;)
Kveðjur frá (rigninga- og rokrassgatinu) Amsterdam
Thursday, August 20, 2009
Computer says NOOOOOOOO...........
Hehe.. Alltaf jafn fyndið þegar algjörlega ókunnugt fólk kommentar á síðuna manns. Einhver japani óskaði mér alls til lukku með flutningana eftir síðasta póst (sjá comments). Mikið eiga sumir rólegt líf ef þeir geta dúllað sér við svoleiðis vitleysu ;)
Annars er allt gott að frétta af okkur, mikil veðurblíða þessa dagana og íbúðin okkar nýja björt og notaleg. Hann pabbi kláraði síðustu fermetrana af gólfinu áður en hann fór, og nú er bara eftir smotterí eins og laga þvottahúsið og setja upp ljós og gardínur og svoleiðis (erum með sólskyggni í millitíðinni).
Það er bara eitt sem skyggir í gleðina þessa dagana, og það er sérdælis óhæfni hollenska skriffinnskubáknisins. Við þurfum að hringja hingað og þangað til að koma þessum flutningi almennilega í gegn, það hringir aldrei neinn til baka, skráningin virðist aldrei virka og enginn veit neitt þegar maður hefur samband aftur. Við eigum ennþá eftir að fá til baka öryggisinnistæðuna fyrir gömlu íbúðina (=tvær mánaðarleigur), nýji eigandinn er enn ekki búinn að draga fyrstu mánaðarleiguna okkar af reikningnum (út af því að við reyndumst ekki almennilega skráð hjá þeim), það gengur hvorki né rekur að fá hollenskt kreditkort því þeir geta ekki gert upp fyrir sig hvort við tilheyrum EU eða ekki, enginn hefur samband við okkur til þess að gera við brotnu rúðuna og brotnu herbegishurðina osfrv, osfrv.... Það versta er samt að þegar við fluttum inn í nýju íbúðina, reyndist vera svona huldumaður sem bjó þarna. Stuttu eftir að við fluttum inn, reyndi hann svo að láta líka skrá kærustuna sína inn í íbúðina, en við fórum strax á borgarskrifstofuna til að láta afskrá þetta fólk sem snarasta (enda fékk það meiri póst en við !). Konan þar sagði að þetta væri líklega einhvers konar svik sem væru í gangi (enda voru þetta endalaus incasso bréf og rukkanir á fyrirtæki sem fólkið var skráð fyrir) og sagði að það yrði gerð rannsókn og svo yrði fólkið afskráð. Í millitíðinni höfum við bara sett þeirra póstinn til baka í póstkassann án þess að opna hann. Svo fáum við viðvörun (í opnu umslagi) síðasta þriðjudag um að nema Herra Belabar (huldumaðurinn) borgi yfir 1000 evru skuld sem hann skuldar skattinum, muni opinber starfsmaður, fulltrúi borgarinnar og lásasmiður koma heim til okkar á fimmtudaginn til að rukka þetta inn, og ef enginn er á staðnum MUNI ÞEIR BRJÓTA NIÐUR HURÐINA!!! á okkar kostnað og taka eitthvað upp í skuldina!!! Pælið í því að maður hefði verið í fríi og ekki séð þetta??? Ég hringi nottlega samdægurs í manninn og helli úr skálum reiði minnar að þessi maður hafi aldrei búið þarna (enda klárt að við vorum fyrstu leigjendur og íbúðin ófrágengin þegar við fengum hana) og hann eigi sko ekkert erindi að senda fólk heim til mín. Hann kannaðist við málið og lofaði að ekkert yrði gert og enginn sendur og ég þyrfti ekki að hafa samband við neinn annan út af málinu. Daði ákvað samt að vera eftir heima í dag til að passa íbúina, svo að við komum nú ekki heim að tómu húsi. Hann bjallaði í sama númer, og viti menn, konan sem svaraði kannaðist ekkert við málið og sagði að gaurinn væri lagður af stað og ekki hægt að ná í hann! Það verður spennandi að vita hvort að kauði banki upp á dyrnar hjá Daða, sem situr núna tilbúinn við eldhúsborðið með öll skjöl og pappíra. Ég bara trúi ekki að hlutirnir séu svona erfiðir heima, þetta er alveg ömurlegt kerfi, á ekki upp í nef á mér grmblgrmblgrmbl....
Æsispennandi framhald bráðlega, fylgist vel með ;)
Kærar kveðjur frá Amsterdam, Landflóttamennirnir
Btw, myndavélin mín er biluð, en ég setti inn myndir af heimsókn steinu og jóhönnu á facebook síðuna mína.
Annars er allt gott að frétta af okkur, mikil veðurblíða þessa dagana og íbúðin okkar nýja björt og notaleg. Hann pabbi kláraði síðustu fermetrana af gólfinu áður en hann fór, og nú er bara eftir smotterí eins og laga þvottahúsið og setja upp ljós og gardínur og svoleiðis (erum með sólskyggni í millitíðinni).
Það er bara eitt sem skyggir í gleðina þessa dagana, og það er sérdælis óhæfni hollenska skriffinnskubáknisins. Við þurfum að hringja hingað og þangað til að koma þessum flutningi almennilega í gegn, það hringir aldrei neinn til baka, skráningin virðist aldrei virka og enginn veit neitt þegar maður hefur samband aftur. Við eigum ennþá eftir að fá til baka öryggisinnistæðuna fyrir gömlu íbúðina (=tvær mánaðarleigur), nýji eigandinn er enn ekki búinn að draga fyrstu mánaðarleiguna okkar af reikningnum (út af því að við reyndumst ekki almennilega skráð hjá þeim), það gengur hvorki né rekur að fá hollenskt kreditkort því þeir geta ekki gert upp fyrir sig hvort við tilheyrum EU eða ekki, enginn hefur samband við okkur til þess að gera við brotnu rúðuna og brotnu herbegishurðina osfrv, osfrv.... Það versta er samt að þegar við fluttum inn í nýju íbúðina, reyndist vera svona huldumaður sem bjó þarna. Stuttu eftir að við fluttum inn, reyndi hann svo að láta líka skrá kærustuna sína inn í íbúðina, en við fórum strax á borgarskrifstofuna til að láta afskrá þetta fólk sem snarasta (enda fékk það meiri póst en við !). Konan þar sagði að þetta væri líklega einhvers konar svik sem væru í gangi (enda voru þetta endalaus incasso bréf og rukkanir á fyrirtæki sem fólkið var skráð fyrir) og sagði að það yrði gerð rannsókn og svo yrði fólkið afskráð. Í millitíðinni höfum við bara sett þeirra póstinn til baka í póstkassann án þess að opna hann. Svo fáum við viðvörun (í opnu umslagi) síðasta þriðjudag um að nema Herra Belabar (huldumaðurinn) borgi yfir 1000 evru skuld sem hann skuldar skattinum, muni opinber starfsmaður, fulltrúi borgarinnar og lásasmiður koma heim til okkar á fimmtudaginn til að rukka þetta inn, og ef enginn er á staðnum MUNI ÞEIR BRJÓTA NIÐUR HURÐINA!!! á okkar kostnað og taka eitthvað upp í skuldina!!! Pælið í því að maður hefði verið í fríi og ekki séð þetta??? Ég hringi nottlega samdægurs í manninn og helli úr skálum reiði minnar að þessi maður hafi aldrei búið þarna (enda klárt að við vorum fyrstu leigjendur og íbúðin ófrágengin þegar við fengum hana) og hann eigi sko ekkert erindi að senda fólk heim til mín. Hann kannaðist við málið og lofaði að ekkert yrði gert og enginn sendur og ég þyrfti ekki að hafa samband við neinn annan út af málinu. Daði ákvað samt að vera eftir heima í dag til að passa íbúina, svo að við komum nú ekki heim að tómu húsi. Hann bjallaði í sama númer, og viti menn, konan sem svaraði kannaðist ekkert við málið og sagði að gaurinn væri lagður af stað og ekki hægt að ná í hann! Það verður spennandi að vita hvort að kauði banki upp á dyrnar hjá Daða, sem situr núna tilbúinn við eldhúsborðið með öll skjöl og pappíra. Ég bara trúi ekki að hlutirnir séu svona erfiðir heima, þetta er alveg ömurlegt kerfi, á ekki upp í nef á mér grmblgrmblgrmbl....
Æsispennandi framhald bráðlega, fylgist vel með ;)
Kærar kveðjur frá Amsterdam, Landflóttamennirnir
Btw, myndavélin mín er biluð, en ég setti inn myndir af heimsókn steinu og jóhönnu á facebook síðuna mína.
Sunday, June 21, 2009
Googlescetch
Þrátt fyrir fádæma dræm viðbrögð við síðasta bloggi, hef ég ákveðið að bæta aðeins við síðuna. Við vorum búin að teikna upp íbúðina í forriti sem fæst ókeypis hjá google, og settum inn fullt af húsgögnum (okkar eigin og líka draumahúsgögnin ;) og hér ber að líta niðurstöðuna. Athugasemdir um veggliti, gólfefni og uppröðun húsgagna og þess háttar eru vel þegnar.
Svo fer litla systir nú alveg að kíkja til mín, og þá munum við sko kíkja í fullt af búðum og liggja vel og lengi yfir þessu öllu saman. Listrænn ráðunautur mun hún kallast!
Heyrumst seinna!! (ef e-r les þetta þaes)
Svo fer litla systir nú alveg að kíkja til mín, og þá munum við sko kíkja í fullt af búðum og liggja vel og lengi yfir þessu öllu saman. Listrænn ráðunautur mun hún kallast!
Heyrumst seinna!! (ef e-r les þetta þaes)
Tuesday, June 16, 2009
úff
Hef bara enga tíma haft til að blogga almennilega. Ég ætlaði alltaf að setja inn myndirnar frá heimsókninni hennar steinu og mæk, og teikninguna af nýju íbúðinni okkar osfrv, en tíminn hefur alltaf hlaupið frá mér. Við erum að fara að flytja mjög bráðlega, og þurfum að standa í alls kyns skriffinsku hvað varðar það, og svo ofan á það kemur að við þurfum að skila skattauppgjöri líka 1. júli (sama dag og við flytjum) og þetta reynist vera algjör vibbi! Risa bók sem við þurfum að fylla út, og allt á hollensku (auðvitað, sérstaklega fyrir útlendingana!). Erum búin að vera að stressa okkur yfir þessu, og svo fengum við símtal um að á morgun ætlar leigumiðlunin að skoða íbuðina okkar (gömlu) svo við þurfum gjöru svo vel að spúlhreinsa hana í kvöld! Úff, höfum engan tíma eða þol í þetta. Reyndar var helgin róleg og fín, við skrópuðum í skattinum og kíktum í bíó á tortímandann sælla minninga. Bara ágætis ræma, flottar brellur og svona svo þetta er svona ekta bíó-mynd. Reyndar er allt tímaflakkið farið að rugla mann hressilega, en ef maður hunsar það þá er þetta mesta skemmtun. Star trek var reyndar líka betri, en líka tímaflakk í henni. Svo eru þetta bæði prequel-myndir, f.u. að terminator er bæði sequel og prequel í einu! Oh, mér er illt í heilanum mínum.... Alla veganna- gleðilega þjóðhátíð á morgun múffurnar mínar!! Ég verð með svaka heimþrá að hugsa til allra, sitjandi inni í góða veðrinu að raðgreina mótefni og einangra prótein.
Muna að kommenta ;) Svo ég viti að ég sé ekki bara að babla við sjálfa mig hérna...
Muna að kommenta ;) Svo ég viti að ég sé ekki bara að babla við sjálfa mig hérna...
Wednesday, May 27, 2009
Hann átti ammæl´ á mánudaginn......
Rétt snöggvast áður en ég þarf að skjótast út um dyrnar...
Fyrst af öllu vil ég óska honum pabba mínum innilega til hamingju með 59 ára afmælið síðasta mánudag!!! Í öðru lagi vil ég biðjast afsökunar á gleymsku minni, þar sem ég alveg steingleymdi að hringja í hann.... :( Mér til afsökunar voru Steina og Mæk í heimsókn þangað til á mánudaginn, og svo hafði ég bara tvo voða bissí daga þangaði til ég þurfti að fara á ráðstefnu (sem sagt í dag) þannig ég er bara búin að vera út um allt! Svo greinilega klikkaði alveg samskiptanetið (operation early warning) sem við systurnar eigum nú að hafa. Sem sagt hjartanlega til hamingju pabbi minn, og ég skal sko ekki gleyma á næsta ári ;) Ég reyndi að hringja í ykkur í gær en þið voruð greinilega ekki komin heim af þessum tónleikum og ég nennti ekki að vaka lengur en til 12 :0
Jæja, þarf að hlaupa út um dyrnar. Er að fara á pHd retreat með hinum nemunum, á víst að vera e-k ráðstefna en ég hef reyndar heyrt að þetta sé bara alls herjar fyllerí og djamm. Við sjáum bara til.
Kærar kveðjur frá Amsterdam og heyrumst bráðlega,
Helga
Fyrst af öllu vil ég óska honum pabba mínum innilega til hamingju með 59 ára afmælið síðasta mánudag!!! Í öðru lagi vil ég biðjast afsökunar á gleymsku minni, þar sem ég alveg steingleymdi að hringja í hann.... :( Mér til afsökunar voru Steina og Mæk í heimsókn þangað til á mánudaginn, og svo hafði ég bara tvo voða bissí daga þangaði til ég þurfti að fara á ráðstefnu (sem sagt í dag) þannig ég er bara búin að vera út um allt! Svo greinilega klikkaði alveg samskiptanetið (operation early warning) sem við systurnar eigum nú að hafa. Sem sagt hjartanlega til hamingju pabbi minn, og ég skal sko ekki gleyma á næsta ári ;) Ég reyndi að hringja í ykkur í gær en þið voruð greinilega ekki komin heim af þessum tónleikum og ég nennti ekki að vaka lengur en til 12 :0
Jæja, þarf að hlaupa út um dyrnar. Er að fara á pHd retreat með hinum nemunum, á víst að vera e-k ráðstefna en ég hef reyndar heyrt að þetta sé bara alls herjar fyllerí og djamm. Við sjáum bara til.
Kærar kveðjur frá Amsterdam og heyrumst bráðlega,
Helga
Subscribe to:
Posts (Atom)