Tuesday, October 21, 2008

Efteling

Bara stutt núna, enda er ég í vinnunni og á að vera gera annað :) Við fórum í skemmtigarð um helgina sem heitir Efteling og er svona ævintýragarður. Hugsaði sko mikið til svönsu og familíu, enda voru þarna heilu töfalöndin full af blómálfum, tröllum, austurlenskum prinsessum og ég veit ekki hvað. Rakel og Kara hefðu flippað út! Svo voru líka rússíbanar og þess konar herlegheit fyrir fullorðna, alltaf gaman af því. Þetta var mjög stór garður og alveg rosalega fallegur, en því miður voru veitingarnar týpískt hollenskar- bara franskar og borgarar og vont bakkelsi. Næst kem ég með nesti eins og allir hinir. Meira að segja kaffið var sami ljóti automatinn og ég neita að drekka úr (ókeypis!) í vinnunni, iss... En þetta var rosalega skemmtilegur dagur, ég set inn fleiri myndir þegar ég kem heim.
Begga var að segja mér að það hafi snjóað heima! Hér er bara rigning, dag eftir dag... Vonandi muna foreldrar daða að koma með regnhlífar og pollagalla ;)

Kv Helga

6 comments:

Anonymous said...

Úúúú mig langar í rússíbana:D
Kv. Jóhanna jaðar... hehe

Anonymous said...

Bíddu var ég að eignast annað barn :O) Þær heita Rakel og Ísabella híhí.
Knús Svansa

Unknown said...

Hahaha, já ég hló líka svolítið að þessu...

... eru það ekki Rakel Kara og Ísabella? ;-) Helga eitthvað að flýta sér í vinnunni!

Unknown said...

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=aXWhkE3t9wn4&refer=home

Kíktu á höfundana á þessari grein, ég var pínu hissa að sjá þetta, fór að velta því fyrir mér hvort að þú værir komin yfir í fréttamannsku ;)

Öfunda þig af rigningunni - hér er frost og snjór - það á reyndar að fara að hlína - við skulum vona að sú spá standist.

Hafið það gott.
Kv. Begga

Anonymous said...

Æææh, sorrí.. Ég var eitthvað að flýta mér þennan daginn ;) Veit sko alveg hvað frænkur mínar heita, eh þær þarna Ragga og Ísadóra. Og Begga, þessi Helga skrifaði líka greinar eftir flóðölduna í indonesíu, og þá héldu sumir að ég væri einhversstaðar lengst í austri að súpa flóðvatn um helgar. Gaman að heyra í ykkur!
Helga viðutan

Anonymous said...

Erna biður að heilsa:D
Kv. Jóhanna