Tuesday, October 7, 2008

Síðasti af eyjunni slökkvi ljósin

Það er voða skrýtið að fylgjast með vitleysunni heima hérna í útlöndum, ég verð nú að segja að við erum voða glöð að vera erlendis og löngu búin að skipta peningunum okkar í evrur... Það er reyndar lúmskt gaman að umreikna tekjurnar okkar í krónur þessa dagana, þegar krónan var sem lægst þá vorum við daði með yfir hálfa milljón í tekjur eftir skatta! Manni langar bara til að fara út að versla;) Hmm, bíddu, við erum einmitt búin að því! Við fórum sem sagt í Ikea í gærkvöldi og splæsum í rúm með náttborði og öllu, og nú bíð ég heima spennt eftir Ikea-bílnum svo ég geti nú bráðum farið í vinnuna. Þá er sem sagt búið að redda gistingu handa væntanlegum gestum, þar sem nú eigum við auka svefnsófa :) Ég kíkti líka í bæinn að versla á laugardaginn með henni Anisku, ég keypti nefnilega glamour tískublað um daginn og í því reyndist vera afsláttarmiði upp á 20% afslátt í fullt af búðum á laugardaginn 4 okt. Við drifum okkur því, ásamt að því virðist nær öllum konum í amsterdam milli 15 og 45 því það var alveg smekkpakkað takk fyrir (svona máta fötin á ganginum stemming). Ég gerði bara góð kaup, keypti mér tvo boli og peysukjól í mangó (mangó er æðislegt núna!), tvö sjöl og smá snyrtivörur og allt með 20% afslætti. Stórgræddi sem sagt á þessu blaði, hehe. Það var bara rosalega gaman að kíkja svona í verslunarferð, enda hef ég hingað til bara staðið í þessu ein eða með Daða (ekki sérstaklega gaman) og það er bara miklu skemmtilegra að gera þetta með vinkonu sem maður getur slúðrað með og fengið sér kaffi eftirá og svoleiðis :)
Annars er það helst að frétta hérna frá Hollandi að haustið er komið í allri sinni dýrð, sem þýðir að það rignir nær hvern einasta dag, og þvílíka monsún rigningu hef ég varla séð. Á hverjum degi þurfum við Daði að drösla rennblautu hjólunum okkar út úr garðinum í gegnum íbúðina, klæða okkur upp í regngallann (pollabuxur og plastponsjó fyrir mig takk fyrir) og leggja af stað út í vottíðina og myrkrið. Ég þarf að hjóla í 30 mín í vinnuna (tekur samt lengri tíma í rok og rigningu) og þegar ég er mætt er hárið á mér út um allt, allt meikið runnið af og skórnir mínir rennblautir- þyrfti í alvöru að fjárfesta í gamaldags stígvélum. Maður gæti í raun alveg sleppt því að hafa sig til á morgnana, bara rúllað úr rúminu og drifið sig í vinnuna grútmyglaður og ómálaður. Reyndar hékk það þurrt í dag og í gær, svo það er enn von...
Hollensku tímarnir ganga ágætlega- ég mæti í háskólann einu sinni í viku eftir vinnu og er þar í þrjá og hálfan tíma, maður er sko ekki upp á sitt besta á þeim tíma get ég sagt ykkur. Þetta síast svona hægt og rólega inn, ég verð bara að reyna að vera duglegri að tala og vinna heimavinnuna. Við hittum einn úr kúrsinum um helgina, breskur tölvugaur sem heitir Will og fílar Makka meira en PC (svo hann og daði gátu haft miklar kappræður um það efni, enda er daði mikill anti-makki;). Reyndar átti þetta að vera hópferð á kaffihúsið á laugardaginn, en hinir úr hópnum mínum sem ætluðu að mæta afbókuðu sig eitt og eitt þar til að við vorum bara þrjú eftir (grenjandi rigningin hafði kannski einhver áhrif á mætingu). En það var bara fínt, enda kom okkur svona ljómandi vel saman og við kjöftuðum í langan tíma yfir nokkrum bjórum. Vonandi bara að maður kynnist betur þessum krökkum á námskeiðinu, alltaf gaman að eignast nýja vini. Jæja, þá dettur mér ekkert meira í hug eins og vel, ég hugsa bara fallega til ykkar á sökkandi þjóðarskútunni ;0
Endilega kommentið ef þið lesið þetta, hvað er í gangi hjá ykkur þarna hinum megin?
Kærar kveðjur, Helga pelga

4 comments:

Anonymous said...

Ja, eini gjaldmiðilinn í HEIMINUM sem er lægri en okkar er í ZIMBABWE (þar er verðbólgan svona 2000%), en við höfum það annars fínt :) Reyndar var gengið fest við evruna áðan og bensínið lækkaði um 11kr, verst að það fylltu allir bílana sína í gær þar sem spáð var gríðalegri bensínHÆKKUN í dag, smá gremja ;)Hafið það gott. Kv. Begga frænka

Unknown said...

He he, já það er víst allt á leið til fjandans hér á Skerinu :-( En ég finn svo sem frekar lítið fyrir því þar sem ég skulda ekkert nema lánið í íbúðinni okkar og við Baldur ráðum vel við það. Ég vorkenni bara greyið bjánunum sem létu plata erlendu lánin inn á sig, þeir sitja núna í súpunni og svo auðvitað fólkið sem var að spenna bogann alltof hátt með því að kaupa sér allt of stóra íbúð og jeppa, allt á lánum.

En ég hef lúmskt gaman að þessari lækkun krónunnar, þar sem það þýðir að fæðingarorlofið mitt frá Danmörku hækkar og hækkar ;-) Í hvert sinn sem ég millifæri sömu upphæðina frá Danmörku fæ ég meira :-)

En jæja, vonandi heldur skútan sér á floti ;-)

Anonymous said...

Það er svo mikið búið að gerast núna að allar risastóru fréttirnar eru farnar að verða fyndar, maður trúir engu og æsifréttamennskan er komin algerlega út úr kortinu... Í fyrradag labbaði kennarinn inn til okkar eftir að hafa spjallað við samkennara sinn og tilkynnti okkur blákalt að það væri búið að selja Ísland Rússum... Svo komst maður að sjálfsögðu að því að það er ekki einu sinni búið að ákveða hvort við fáum lán frá þeim eða ekki...haha

Oj, fjandans kvef... Alltaf þarf ég að verða kvefuð þegar ég á fríhelgi...
kv. Jóhanna

Anonymous said...

Jú jæja, var víst búin að senda þér pistil áðan...
Vildi bara kvitta og óska þér til hamingju með versleríið.
Kv Erna