Sunday, November 23, 2008

Myndir!

Ég setti loksins inn myndir með síðasta pósti. Í millitíðinni hefur lítið gerst, nema kannski- jú- það er farið að snjóa!! Ekta jólasnjór liggur yfir öllu takk fyrir- ef þetta verður líka svona á morgun ætla ég sko að taka strætó í vinnuna takk fyrir. Þannig að, mamma og Jóhanna, muna að taka með hlýjar úlpur :) Sjáumst bráðum!!

4 comments:

Anonymous said...

Jámms það er bara ég :O). Þegar mikið er að gera kíki ég inn á vefsíður fólks til að fá fréttir :O) Anyways, við sjáumst allavegana um jólin, ikke også (borið fram ikkoss)og þýðir, er það ekki, svona fyrir þá sem ekki skilja :O)Skemmtið ykkur nú vel allar þrjár í borg hassins og skálið reglulega fyrir þessari sem vantar.....mér sem sagt:O)
Kveðja Svansa og sæta liðið

Anonymous said...

Jamm, skáluðum fullt! Reyndar minna en venjulega, þar sem mamma var með flensu, en samt nóg. Það var rosa gaman að fá þær tvær í heimsókn, hefði samt náttúrulega verið algjört æði ef þú hefðir komist líka -þá hefði þetta verið algjört stelpudjamm! Reyndar lítið gaman að kíkja í búðir þegar evran er yfir 180 krónur, þá er 15 evru toppur orðinn næstum því 3000 kall! Sjáumst um jólin stóra syss ;) Kv Helga

Anonymous said...

Mjá, það er ekki gamað að versla í gjaldeyrisfalli...

Jóhanna

Anonymous said...

Ég vil fá að lesa nýtt blogg takk fyrir:O) Hvernig gengur Daða í vinnunni hvernig gekk ferðin heim o.s.frv
Kveðja Svansa systir