Aumingja Daði! Við fórum í afmæli síðasta laugardagskvöld til vinar okkar Will og Daða tókst að detta af hjólinu sínu á leiðinni heim! Hvort það var bjórinn, sporvagnateinninn sem hann hjólaði í eða bara almennur klaufaskapur sem olli slysinu, þá er það nú svo að daði virðist vera tognaður á báðum úlnliðum. Hann á mjög erfitt með að klæða sig í sokka, snúa lyklum, hneppa tölum, reima skó og opna bjór og margt annað. Þetta gerir lífið mjög krefjandi fyrir mig þessa dagana, þar sem ég þarf helst alltaf að vera viðstödd þegar Daði fer út og kemur heim (ekki glóra hvað hann gerir þegar hann þarf að pissa í vinnunni- harkar þetta bara held ég). Annars er það helst í fréttum að ég og Daði létum okkur hafa það um daginn að drífa okkur í Ikea eftir vinnu, og fjárfestum í skóskáp, snaga og kommóðu inn í svefnherbergi og alvöru borðstóla (klappstólarnir komnir inn í geymslu, loksins). Þetta gaf okkur færi á að taka aðeins til hérna og skipuleggja aðeins, mikill léttir hérna megin. Svo dreif ég mig loksins í dag út í Býflugnabúið (svaka stór og flott magasín í miðbænum) og notaði loksins flotta gjafakortið sem ég fékk frá Sanquin. Ég fann mér svaka fallegan og sérstakan svartan leðurjakka og fékk hann á 50% afslætti! Kostaði bara 125 evrur í stað 250, góður díll! Reyndar er hann frekar þunnur og aðsniðinn, svona sumarjakki eiginlega, svo ég mun ekki koma til með að nota hann fyrr en tekur að hlýna, en góðan leðurjakka getur maður notað um árabil. Ég get bara verið í honum innandyra þangað til ;)
Jæja, þá er ekkert meira að frétta eins og er- er að hugsa um að fara smyrja nesti og taka saman íþróttadótið og svoleiðis, maður er orðinn svo fullorðinn og leiðinlegur að það hálfa væri nóg. Nætínæt!
Wednesday, January 21, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Þeir tók'ann upp með kíttispað'og sett'ann beint á snjónminjasafnið...
Kv. Jóhanna
Jeremías var hann óheppinn.. samt hló ég soldið - sorry Daði :) En gott að vita að íbúðin er orðin fín - þið verðið að finna myndavélastandinn til að taka myndir og sýna okkur. Það styttist í að við flytjum á meginlandið - Apríl/Maí .. soldið spennt. Hafið það gott.
kv. Begga og co
Hæ hæ Helga og Daði. Ég vil fá að heyra meir frá ykkur og svo verðum við að fara að bjallast á skypinu.
Kveðja Svansa
Láttu þér nú batna litla systir. Hvíldu þig vel og láttu Daða stjana aðeins við þig :)
Batnaðarkveðjur frá vísitölufjölskyldunni í Danmörku
Ég hef ekki getað komist á msn og skype í viku vegna þeinhvers vandamáls með tölvuna... Ég kemst ekki inn á notendanafnið í tölvunni þannig að msn og skype er ekki í boði... Allt sem ég geri svo á þessu notendanafni sem ég er núna að nota mun ekki koma til þeð að haldast inni í tölvunni þegar ég kveiki næst á henni... Sorrý
Kv. Jóhanna
Post a Comment