Friday, February 20, 2009

Er enn að skríða saman...

Hef fimm mínútur, svo ætla aðeins að bulla.
Helst í fréttum; Daða líður mun betur í höndunum. Vælir bara örsjaldan og er farin að geta gengið í öll heimilisverk. Þetta eru miklar gleðifréttir á mínu heimili ;) Einnig spreðaði drengurinn í tölvu í gær af fínustu gerð. Við eigum von á henni með pósti innan þriggja daga, og ef ég þekki minn rétt þá verður hann alveg svaka glaður þegar nýja barnið kemur á heimilið. Ég reyni bara að hugsa ekki um hve mikið þetta kostaði....
Hjér mér er það helst að frétta að ég er enn að ná mér eftir flensu dauðans. Eftir tveggja vikna kúrs í háskólanum, náði ég mér í eins vikna flensu, og hef bara sjaldan verið jafn aumingjaleg og þessa hrikalegu viku. Alla þessa viku hef ég nú mætt í vinnuna, en er voða slöpp og hósta mikið, og hef auk þess verið svo mikill lúser að ég tek strætó í vinnuna í stað þess að hjóla. Samt er ég þreytt á kvöldin, og hef ekki einu sinni farið í ræktina í hálfan mánuð. Við vonum bara að þessu ljúki sem fyrst svo maður geti farið að lifa aftur. Ég er annars líka byrjuð í hollenskukúrsinum mínum aftur- hann er núna tvisvar í viku, sem er sko ekki lítið mál eftir vinnu í sex vikur. Maður skríður heim um tíuleitið, og getur slappað af í klukkutíma áður en það er kominn tími til að fara að sofa. En svona lærir maður víst...
Við Daði erum að íhuga það að kíkja á þorrablót íslendingafélagsins hérna, það eru víst hlaðborð í næstu viku í miðbænum og hangikjöt og alles í boð. Við ætlum að sjá til vegna fjármála og heilsu, hvort þetta gengur eftir, en þetta væri alveg örugglega gaman að kíkja.
Þið megið alveg endilega kommenta ef þið lesið þetta, ég blogga svo sjaldan að ég er ekki einu sinni viss um að nokkur maður kíki lengur. Þeir sem kíkja og blogga sjálfir, mega svo vita skömm sína og drífa sig í að skrifa nokkur orð sjálfir á netið! Maður verður nú að fá að fylgjast með.
Svo má jóhanna kveikja á skæp eða msn af og til eftir skóla/vinnu.
Kærar kveðjur, Helga og Daði

6 comments:

Anonymous said...

hæ skvís,gaman að heyra frá þér. Bara svo þú vitir það þá er ég daglegur gestur hér á síðuna þína. Ég er alltaf jafn bjartsýn á að þú sért búin að skrifa eitthvað.
Kveðja Svansa og co

Anonymous said...

Segir hver, Svanfríður?
Hmmm, tölvan var eitthvað skrítin um daginn sem Jói lagaði hana.Ég á eftir að innstalla msn og skype aftur. Ég er búin að vera í skólanum alla þessa viku til ca átta á kvöldin eða meira og er því mjög þreytt... Ég er meira að segja aðeins of þreytt til þess að skrifa þetta komment. en þar sem ég er næstum því góð systir þá læt ég mig hafa þessa marbletti á puttunum...
Ps.Þú kommentar aldrei hjá mér, hvað þá lest!
Kv. Jóhanna

Anonymous said...

alltaf gaman að lesa bloggið þitt. vonandi verður gaman hjá ykkur a þorrablotinu.við vorum að pæla i ferð til ykkar i sumar kanski flug til Danmörk og siðan keyra til Amsterdam en við erum bara að pæla. biðjum að heilsa ykkur og hafið það gott mamma og pabbi

Unknown said...

Mikið skil ég þig vel að nenna ekki að hjóla yfir vetrartímann í vinnuna, taktu bara strætó :) En annars allt fínt að frétta af klakanum, kalt og aftur kalt þessa dagana, er að skrifa BS ritgerðina mína og það eru komin heil 150 orð af 30þúsund hmmm.... það verður að fara að hlína svo heilinn á mér þiðni. Hafið það gott að skellið ykkur á þorrablótið, ekki spurning.
Kv. Berglind H

Unknown said...

Gott að heira að þér líður betur.
Klíptu Daða í upphandlegginn og spurðu hvað hann tekur í bekk annað en öl þessa dagana fyrir mig. Ætti að hafa örvandi áhrif á kappan.

KK
Siggi

Anonymous said...

hey,,,vantar blogg. Það er allt of langt síðan ég hef fengið að heyra fréttir af þer....við ættu að skypast mmmmmjjjjöööög fljótlega.
Knús Svansa