Thursday, August 20, 2009

Computer says NOOOOOOOO...........

Hehe.. Alltaf jafn fyndið þegar algjörlega ókunnugt fólk kommentar á síðuna manns. Einhver japani óskaði mér alls til lukku með flutningana eftir síðasta póst (sjá comments). Mikið eiga sumir rólegt líf ef þeir geta dúllað sér við svoleiðis vitleysu ;)
Annars er allt gott að frétta af okkur, mikil veðurblíða þessa dagana og íbúðin okkar nýja björt og notaleg. Hann pabbi kláraði síðustu fermetrana af gólfinu áður en hann fór, og nú er bara eftir smotterí eins og laga þvottahúsið og setja upp ljós og gardínur og svoleiðis (erum með sólskyggni í millitíðinni).
Það er bara eitt sem skyggir í gleðina þessa dagana, og það er sérdælis óhæfni hollenska skriffinnskubáknisins. Við þurfum að hringja hingað og þangað til að koma þessum flutningi almennilega í gegn, það hringir aldrei neinn til baka, skráningin virðist aldrei virka og enginn veit neitt þegar maður hefur samband aftur. Við eigum ennþá eftir að fá til baka öryggisinnistæðuna fyrir gömlu íbúðina (=tvær mánaðarleigur), nýji eigandinn er enn ekki búinn að draga fyrstu mánaðarleiguna okkar af reikningnum (út af því að við reyndumst ekki almennilega skráð hjá þeim), það gengur hvorki né rekur að fá hollenskt kreditkort því þeir geta ekki gert upp fyrir sig hvort við tilheyrum EU eða ekki, enginn hefur samband við okkur til þess að gera við brotnu rúðuna og brotnu herbegishurðina osfrv, osfrv.... Það versta er samt að þegar við fluttum inn í nýju íbúðina, reyndist vera svona huldumaður sem bjó þarna. Stuttu eftir að við fluttum inn, reyndi hann svo að láta líka skrá kærustuna sína inn í íbúðina, en við fórum strax á borgarskrifstofuna til að láta afskrá þetta fólk sem snarasta (enda fékk það meiri póst en við !). Konan þar sagði að þetta væri líklega einhvers konar svik sem væru í gangi (enda voru þetta endalaus incasso bréf og rukkanir á fyrirtæki sem fólkið var skráð fyrir) og sagði að það yrði gerð rannsókn og svo yrði fólkið afskráð. Í millitíðinni höfum við bara sett þeirra póstinn til baka í póstkassann án þess að opna hann. Svo fáum við viðvörun (í opnu umslagi) síðasta þriðjudag um að nema Herra Belabar (huldumaðurinn) borgi yfir 1000 evru skuld sem hann skuldar skattinum, muni opinber starfsmaður, fulltrúi borgarinnar og lásasmiður koma heim til okkar á fimmtudaginn til að rukka þetta inn, og ef enginn er á staðnum MUNI ÞEIR BRJÓTA NIÐUR HURÐINA!!! á okkar kostnað og taka eitthvað upp í skuldina!!! Pælið í því að maður hefði verið í fríi og ekki séð þetta??? Ég hringi nottlega samdægurs í manninn og helli úr skálum reiði minnar að þessi maður hafi aldrei búið þarna (enda klárt að við vorum fyrstu leigjendur og íbúðin ófrágengin þegar við fengum hana) og hann eigi sko ekkert erindi að senda fólk heim til mín. Hann kannaðist við málið og lofaði að ekkert yrði gert og enginn sendur og ég þyrfti ekki að hafa samband við neinn annan út af málinu. Daði ákvað samt að vera eftir heima í dag til að passa íbúina, svo að við komum nú ekki heim að tómu húsi. Hann bjallaði í sama númer, og viti menn, konan sem svaraði kannaðist ekkert við málið og sagði að gaurinn væri lagður af stað og ekki hægt að ná í hann! Það verður spennandi að vita hvort að kauði banki upp á dyrnar hjá Daða, sem situr núna tilbúinn við eldhúsborðið með öll skjöl og pappíra. Ég bara trúi ekki að hlutirnir séu svona erfiðir heima, þetta er alveg ömurlegt kerfi, á ekki upp í nef á mér grmblgrmblgrmbl....
Æsispennandi framhald bráðlega, fylgist vel með ;)

Kærar kveðjur frá Amsterdam, Landflóttamennirnir
Btw, myndavélin mín er biluð, en ég setti inn myndir af heimsókn steinu og jóhönnu á facebook síðuna mína.

5 comments:

Anonymous said...

Shit...ég hef nú bara aldrei heyrt annað eins. Við verðum svo að heyra framhaldið.....maður er bara spenntur ;O)

Anonymous said...

foookkk.... þetta er alveg efni í kvikmynd...:D Bíð spennt eftir næsta bloggi...
Kv. Jóhanna
ps.. hahahah staðfestningarorðið mitt er "tranta"

Unknown said...

Já, maður bíður spenntur eftir næsta bloggi! Þegar þú komst heim var þá kannski búið að tæma íbúðina og taka Daða með til að selja í þrælavinnu einhvers staðar í Langtíburtistan, hehe!

Anonymous said...

Hehehe, Daði bara tekinn í mansal, sé það alveg fyrir mér.
Svo að fólki létti nú, þá mætti enginn handrukkari á staðinn. Ef þetta kemur upp aftur, þá verða þeir að senda annað bréf, þannig að við verðum að skoða póstkassann á hverjum degi til að vera viss.
Btw hver er anonymous efst? Fleiri ókunnugir að skoða bloggið mitt?

Kv Helga

Anonymous said...

upppps ég er víst þessi nafnlausa :O) Svansa