Nú erum við loks búin að kaupa rúm! Alveg æðislega flott Ikea rúm (Malm í eik, fyrir þá sem þekkja til). Þetta þýðir að nú er laus eitt stykku svefnsófi fyrir þreytta ferðalanga sem vilja koma í pílagrímsferð til Amsterdam. Svo tók Daði sig til um daginn og pússaði upp gólfið inni í garðhýsinu okkar og málaði loft og veggi. Þetta er orðið bara voða kósí, við hentum þangað inn sófanum og tölvuborðinu hans Daða þannig að þetta er orðið nýja uppáhaldsherbergið hans ;) Ég þarf að venjast því aftur að hafa hann ekki alveg yfir mér allan daginn í tölvunni að horfa á south park og svona, en það var satt að segja mjög truflandi fyrir heimalærdóminn. Samt sakna ég þess pínulítið að hafa hann hjá mér, en auðvitað get ég alltaf heimsótt hann út í kofa (nema ef það er rigning, þá nenni ég því ekki). Fyrir þá sem muna eftir hryllingssögum í sumar um ógéðslegar pöddur úti í garði, þá get ég tilkynnt það að við erum búin að taka garðinn í gegn og við sáum ekkert meira af þessum pöddum (bara eðlilegt magn af kóngulóm og svona). Þetta er bara alltaf að verða flottara hjá okkur!
Annars er það helst í fréttum að við fórum á tónleika um daginn til að sjá hana Emiliönu Torrini. Hún var að spila á Paradiso eina helgina og auðvitað gátu stoltir Íslendingar ekki sleppt tækifærinu til að sjá hana. Daði fór nú meira nauðugur viljugur með mér, en skemmti sér svo rosalega vel, alveg óvænt. Við hittum auðvitað fullt af íslendingum, og spjölluðum heilmikið við íslenskar mæðgur sem hafa búið í Amsterdam í mörg ár- alltaf hægt að "bonda" yfir þjóðarhörmungunu;) Hún Emiliana er auðvitað með alveg ótrúlega rödd og mjög skemmtilega framkomu, reyndar allt öðruvísi en ég hafði ímyndað mér. Hún virkar alltaf svona alvarleg og fínleg, en svo var hún með svoleiðis groddahúmor, algjör rugludallur og bara helv.. skemmtileg á sviði. Hún mætti í appelsínum kjól (litur hollensku konungsfjölskyldunnar), en sko bara út af því að hún tapaði veðmáli- Íslendingar töpuðu nefnilega fyrir Hollendingum í fótbolta kvöldið áður (mikill bömmer, ég var að horfa á með nokkrum vinum). Reyndar vakti það mikla athygli að einn stuðningsmaður íslenska liðsins gerði sér lítið fyrir og vippaði upp skilti eftir fyrsta markið gegn íslendingum sem á stóð..."We've got your money!". Mjööög umdeildur húmor, svona í ljósi þess að fullt af fólki (og stofnunum) gætu tapað fullt af peningum á þessu blessaða Icesave. Fólk hló víst í stúkunni að þessu, en verðir voru fljótir að biðja gæjann um að taka niður skiltið (það var bara upp í þrjár mínútur). Það kom ekki í veg fyrir það að myndir af þessum "atburð" voru í öllum blöðum, og myndir af gaurnum líka. Hann gengur líklega um með húfu í dag.....
Jæja, þarf að fara að drífa mig. Það er "opinn dagur" á blóðbankanum í dag og ég bauð mig fram við að aðstoða (við fáum 100 evrur fyrir;). Á morgun ætla ég svo með nokkrum krökkum í svona skemmtigarð sem er í ca 2ja tíma fjarlægð frá Amsterdam, svona Disney garður Hollendinga. Þetta verður því ekki afslappandi helgi fyrir fimmaur! Í næstu viku koma svo foreldrar Daða og systir og okkur hlakkar voða til að fá heimsókn, erum strax að byrja að plana hvað við ætlum að gera og hvar við viljum borða og svona. Mamma hans daða á svo ókeypis passa í öll söfnin (enda vinnur hún í þjóðó) svo við getum loksins séð eitthvað af þessum söfnum í borginni (erum mjög lélegir túristar...).
Ég bið voða vel að heilsa öllum, vonandi líður bara öllum vel! Og endilega skrifa comment ef þið lesið, alltaf gaman að frétta eitthvað ;)
Friday, October 17, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hæhæ:D
Ég mun koma svo blönk til ykkar í Nóvember... Úff
Sakni sakn..
Kv. Jóhanna
Gott að vita af bedda hjá þér þegar landflóttinn mikli byrjar ;) Ég verð að segja, ég öfunda þig svolítið, væri alveg til að eiga garðhýsi til að geyma Helga í þegar hann er að hora á fótbolta og svona. En við höfum það svaka gott, byrjaði að snjóa aðeins í dag og ég og Sigurlína fengum okkur bara heitt kakó og tókum vel á móti vetrinum - nenntum reyndar ekki út úr húsi - en það kemur þegar kuldinn fer að venjast.
Post a Comment