Saturday, April 18, 2009

Ah, önnur indæl helgi...

Maður fer bara að venjast blíðviðrinu bráðum! Reyndar pirrandi að hjóla í vinnuna í þessum hita, ég þarf alltaf að stoppa þegar ég er komin hálfa leið og afklæðast jakka og sjali, enda heitfengin stúlka með afbrigðum. Í dag er laugardagur og eftir skokk í sól og blíðu út í Westerpark ákváðum ég og Daði að hjóla aðeins um bæinn með vini okkar Will frá Bretlandi. Við kíktum á Albert Cuyptmarkt, sem er stærsti og frægasti útimarkaðurinn í Amsterdam. Þar kennir sko margra grasa, alls kyns matur, búsáhöld og föt til sölu og ég missi mig alltaf aðeins fyrir framan alla þessa súkkulaði, vöfflu, hnetu og ávaxtabása. Þarna er hægt að fá smoothies, ferskan safa, útlenskar pulsur, hráa síld, litríkt góðgæti frá surinam (ekki hugmynd hver eru innihaldsefnin, okkur grunar helst kókos og litarefni) og ekki má gleyma ostinum sem er út um allt. Reyndar illa skipulagt að hafa hvítlauks-og ólívu básinn við hliðina á vöfflustandinum, frekar ruglandi lyktarskilaboð þar. Ég lét mér nú nægja að kaupa "vintage looking" vínstand og kokkabókastand, 40 evrur samtals. Svo fékk daði að kaupa gamla dónó ljósmynd sem við límdum á mynda-súluna okkar (þið verðið bara að koma í heimsókn til að sjá ;). Svo fengum við okkur bjór og tapas úti í sólinni áður en við hjóluðum til baka með draslið. Nú er ég boðin í mat til Marijke ásamt Lussy vinkonu og ný-innfluttum kærasta hennar Christian- það verður spennandi að sjá loksins huldumanninn hennar (þau hafa átt í fjar-sambandi í langan tíma). Annars er það helst að frétta að við Daði erum líklega að fara flytja í sumar þegar samningurinn okkar rennur út, eða í byrjun júlí. Við erum væntanlega þegar búin að finna draumaíbúðina, hún er helmingi stærri en íbúðin okkar (tæplega 100 m2), glæný og mjög björt, með risastóra glugga, tvö svefnherbergi, tvö klósett, bílastæði og þvottaherbergi- best af öllu er að hún kosta 50 evrum minna en íbúðin okkar núna! Og hún er í innan við 2ja km fjarlægð frá vinnunni minni! Eitt svefnherbergið er með stóran glugga að î raun og veru er það með gler-vegg, og það er meira að segja hægt að opna algerlega gluggan svo þetta er eiginlega eins og svalir þá (smá gler- handrið til að koma í veg fyrir að maður detti út á sjöundu hæð). Hljómar yndislega ekki satt? Og hver er þá böggullinn sem fylgir skammrifinu spyrjið þið? Ó jú, hún er náttúrulega staðsett úr í úthverfi dauðans, nýbyggt blokkarhverfi sem er í hálftíma hjólafjarlægð frá miðbænum. Engin sæt kaffihús, þarft að hjóla út í næstu matvöruverslun, og 3 km í næsta verslunarhverfi. Ójá, maður verður að velja annað hvort umhverfi eða íbúð, þetta er alltaf balans af hvoru tveggja. Íbúðin okkar núna er lítil og dimm, en á prima staðsetningu í miðju trendí Westerpark hverfinu, en við erum orðin ansi þreytt að þurrka þvottinn í stofunni og hafa tölvuna við hliðína á sjónvarpinu... Við sóttum alla veganna um íbúðina, við sjáum svo til hvort þetta gengur eftir. Krossum bara putta (Daði krossar alla tíu ;). Hvað segja allir gott, ekki fínir páskarnir og svona? Endilega kommenta, eins og Jóhanna segir alltaf, það eru bara kríp sem kommenta ekki :Þ
Kærar kveðjur frá sólríka Amsterdam,
Helga og Daði

4 comments:

Anonymous said...

While I surf blog , i found a all new trick in http://pic-memory.blogspot.com/Vistor can comment and EMBED VIDEO YOUTUBE , IMAGE. Showed Immediately!
EX : View Source.
http://pic-memory.blogspot.com/2009/02/photos-women-latin-asian-pictu...(add photos and videos to Blogspot comments).
Written it very smart!
I wonder how they do it ? Anyone know about this , please tell me :D
(sr for my bad english ^_^)

email: ya76oo@ya76oo.com
thanks.

Anonymous said...

Hæ hæ,
Vorið er svo frábært og kærkomið eftir alla þessa mánuði. Ég vona að þið fáið íbúðina, það verður spennandi að fá að vita hvernig fer :O)knús og kossar frá stóru systur

Steina said...

Hæhæ, svakalega ertu búin að setja inn mikið af myndum - ég hef ekkert kíkt svolítið lengi af því að ég er búin að vera í útlöndum! Hlakka ferlega til að sjá þig eftir mánuð!!

Anonymous said...

Æðislegt að heyra að það sé svona yndislegt veður hjá ykkur. Öfundum ykkur ógeðslega.Hér var tveggja stiga hiti hjá okkur, annan dag sumars og allar skemmtanir á sumardaginn fyrsta voru inni, sökum rigningar. Biðjum að heilsa, sjáumst í nýju íbúðinni í sumar.
Kv. Mamma