Thursday, April 9, 2009

Til hamingju!!

Vildi bara óska henni mömmu hjartanlega til hamingju með afmælið í dag! Vildi óska þess að ég gæti kíkt til hennar í kaffi og köku. Ég verð bara að láta mér nægja að gera þetta remotely í gegnum jóhönnu, hún verður bara að channela mér á meðan hún gæðir sér á kræsingum, og svo völdum við systurnar nottlega saman gjöf hana afmælisbarninu. Því miður er föstudagurinn langi ekki frídagur hjá mér (fæ bara einn dag í páskafrí, mánudag!) en ég ætla samt að vera óþekk og taka fyrri partinn af deginum frí og hitta Anisku vinkonu í Westerpark til að fá okkur brunch. Svo ætlum við Daði bara að slappa af um helgina, held ég, án þess að gera neitt stórmerkilegt í fríinu. Hvað með ykkur, einhver stórplön um páskana?
Btw ég fæ ekkert páskaegg :(

3 comments:

Anonymous said...

Þú ert bara píslavottur þíns eigin valkvíða... Ég meina, þú varst í Belgíu...
Kv. Jóhanna

Erna said...

Hæ hæ Helga
Gleðilega páska :) Vona þú hafir haft það gott þrátt fyrir bæði frí og páskaeggjaleysi, spes að hafa ekki frí á fös-langa, amk þrefalt kaup!!
Alltaf gaman að lesa hjá þér :)

Er ekki komið gott veður hjá ykkur?

Anonymous said...

Hæ Erna! Bjútífúl veður hérna, páskarnir voru alveg frábærir, við sleiktum sólina á hverjum degi út í garði og borðuðum nær hverja máltíð á kaffihúsi eða veitingastað, rosalega gaman að hafa efni á því. Renydar ekki allt of gott fyrir mittismálið....

Kv Helga