Saturday, April 25, 2009

Síðustu fregnir

Júhú! Erum bara líklegast búin að fá íbúðina! Fengum alla veganna jáyrði um daginn, en eigum enn eftir að skrifa undir. Svo þurfum við að leggjast í það 1.-14.júlí að leggja gólfefni, mála, kaupa skápa, sjónvarp og svefnsófa (þurfum að skilja hitt eftir í gömlu íbúðinni)- nú verður sko gott að eiga góða að! Okkur hlakkar skiljanlega mikið til, þó ég kvíði þess líka soldið að flytja úr Westerpark, enda er ég mjög ánægð hérna. Jamm og jæja...
Annars er lítið að frétta, bara bongóblóða þessa dagana. Hitinn ca 10 gráður á morgnana og silast upp í 15-19 á daginn. Við kíktum um daginn með Christiönu vinkonu minni úr hollenskutímanum (lengst til hægri á myndinni) og fengum okkur drykki á utandyrakaffihúsi þegar allt í einu kom haglél og þrumuveður! Við neyddumst til að leita okkur skjóls á litlum ítölskum veitingastað og vorum föst þar í marga klukkutíma vegna veðurs (auðvitað enginn með yfirhöfn eða regnhlíf, í fyrsta sinn sem ég fór út án þess að hafa auka regnstakk með mér!). En auðvitað bara gaman með skemmtilegu fólk (hún er svissneskur fornleifafræðingur, gaurinn er ítalskur arkitekt sem talar varla ensku). Svo höfum við bara verið að stússast um með Anisku og Mark, og vini okkar Will. Næsta fimmtudag er Koniginnendag, svona þjóðhátíðar dagur hollendinga. Þá verður sko hopp og hí og gaman, og væntanlega hendi ég inn myndum af brjáluðum og blindfullum appelsínugulu-klæddum hollendingum. Við höfum alveg skammarlega lítið verið að fylgjast með kosningunum heima, kusum meira að segja ekki (vissi ekki einu sinni hvernig ég ætti að gera það) enda datt ég algerlega úr allri þessari umræðu og veit ekkert hvern ég ætti að kjósa. Skammast mín samt mjög mikið fyrir það, roðn roðn. Hvernig líst ykkur á íbúðina? Hverjum langar að kíkja í heimsókn fyrri part júlí og gólfleggja? Pítsa og bjór í boði hússins handa réttum aðilum ;)
Kærar kveðjur, Helga og Daði

2 comments:

Anonymous said...

Vá til hamingju með nýju íbúðina, ég vil endilega koma í sumar þó svo ég geti ekki hjálpað ykkur þegar þið flytjið.....sjáumst og heyrumst sem fyrst
knús Svansa Stóra systir

Anonymous said...

Vó íbúðin lítur út fyrir að vera risastór:D En svei þér að hafa ekki kosið í þessum sögulegu kosningum... Foj...
Við verðum að fara að hittast á msn. Ég var að spá, þarf ég ekki meðmæli frá vinnuveitanda í ferilskrána ef ég ætla að kom aút til ykkar að vinna?
Kv. Jóhanna