Sunday, July 20, 2008

Ikea rúlar

Mmm, sit á kaffihúsi í göngufjarlægð frá íbúðinni minni sem heitir Beyglur og Baunir og serverar girnilegar beyglur og múffur og skítsæmilegt kaffi. Mikið er gaman að búa í svona skemmtilegu hverfi þar sem er mannlíf og kaffihús, í stað þess að búa á enda veraldar eins og hingað til. Við fórum í pílagrímsferð til Ikea á föstudaginn, ásamt Anesku sem var svo indæl að bjóða fram bílinn sinn til húsgagnaflutninga. Við keyptum alls kyns dót og drasl, en það mikilvægasta var nottlega matarborðið okkar! Mikið er gaman að þurfa ekki að borða morgunmatinn sinn á þess að sitja við borð, matur bara bragðast ekki eins nema maður geti slappað af og lesið blaðið í rólegheitum. En auðvitað passaði borðið ekki í skottið, munaði ca hálfum sentimeter á því og olli það okkur mikilli gremju og óhamingju eftir langan eftirmiðdag í Svíaveldi. En sem betur fer er ekki svo dýrt að láta senda mublur, um 29 evrur fyrir borðið okkar- eini gallinn var að við h öfðum lofað okkur í mat hjá Gesti (leiðbeinanda mínum) og þurftum að taka lest um þrjúleitið daginn eftir, og þó að Ikea gaurinn lofaði því upp á trú og æru að borðið yrði komið fyrir 1 þá trúðum við því svona mátulega. Enda stóð það heima að ekkert bólaði á borðinu kl 2, og eftir erfitt símtal á hollensku (það tala sem sagt ekki allir ensku hérna) komumst við að því að bíllinn hefði lent í óhappi og væri bara rétt ókominn. Við vorum hér um bil á leiðinni út um dyrnar kl 3, ósátt mjög, þegar þeir komu loks, svo að allt fór vel á endanum og við gátum notið matarins hjá Gesti og Michelle, og börnunum hans þremur. Hann keyrði okkur fyrst um héraðið sitt, sem er mjög fallegt og með fullt af eldgömlum húsum og köstulum og eiginlega bara eins og úr ævintýri. Við borðuðum allt of mikinn góðan mat, drukkum allt of mikið vín og bjór og fórum allt of seint heim= mjög skemmtilegt kvöld fyrir okkur bæði. Gestur og Daði eru báðir forfallnir tölvu-og tækjanördar af hæstu gráðu og gátu því talað mikið um Atari leikjatölvur og nýjustu farsímana og ég veit ekki hvað.
Annars erum við bara mjög ánægð í nýju íbúðinni okkar þessa dagana, vantar helst bara sófa og sjónvarpsskenk, og einhverjar hillur til að troða draslinu okkar í. Við ætlum samt að bíða með stærstu fjárfestingarnar þangað til að Daði fer að fá einhverjar tekjur, við getum alveg lifað af í útlegustemmingunni þangað til.
Hún amma átti níræðisafmæli í fyrradag, og var úti að borða með familíunni þegar ég hringdi í hana til að óska henni til hamingju. Skemmtileg tilviljun að annað merkismenni, hann Nelson Mandela, átti níræðisafmæli á sama degi, og ekki er þar leiðum að líkjast. Ég vona bara að allir hafi skemmt sér vel og óska þess að ég hefði getað verið þarna L

Ég skal setja inn nýjar myndir af íbúðinni þegar hún er orðin soldið flottari!

4 comments:

Anonymous said...

Ji hvað ég sakna ykkar....
Kv. JóhannaMaría

svooona said...

Já um að gera að flýta sér hægt :O)
Bara að kaupa það nauðsynlegasta og svo kemur restin bara seinna. Gott að Daði er kominn til þín, bið að heilsa :O)
Knús Svansa

svooona said...


Bara svo þú vitir það, þá erum við halli í fríi í allan ágúst, stelpurnar verða á leikskólanum og þá er alveg tilvalið að skella sér til Odense. MMMMM Hallamatur og huggulegheit, Svönsusjarmi og skemmtilegheit. Hvað meira er hægt að biðja um :O)

Anonymous said...

Gaman að heyra í ykkur. Gott að ykkur líkar vel. Ég vil fá heilmynd af húsinu sjálfu. Sjáumst vonandi í haust.
Kveðja, Mamma. Þúsund kossar ;***