Friday, July 25, 2008

Víhí- loks búin að fatta hvernig maður setur inn íslenska bókstafi í vinnutölvunni! Ég sit hér og læt mér leiðast, er að bíða eftir sendingu og get ekkert gert fyrr en ákveðin vara kemur. Tók mér frí í gær þegar það lá ljóst fyrir að hún myndi ekki koma þann daginn. Það var reyndar mikil lukka, enda reyndist þetta vera fallegasti dagur sumarsins hingað til, og ég naut hans til fullnustu. Ég byrjaði á því að skokka í stóra garðinum sem er rétt hjá okkur. Þar var mikið af fólki að skokka, sóla sig við vatnið, vaða, leika sér með börnunum sínum, í lautarferðum og ég veit ekki hvað. Eftir á dró ég Daða aftur út í garðinn, en þar er gömul verksmiðja sem breytt hefur verið í kaffhús, bari og gallerí af ýmsum stærðum og gerðum. Þar splæsti ég á hann morgunmat og kaffi, og svo dúlluðum við okkur í bænum og sleiktum sólina. Hollendingar kunna sko að njóta þess þegar sólin skín- allir garðar pakkaðir og meðfram öllum síkjum lágu allir í sólbaði með vínflöskur. Sumir tylltu sér á litla fljótandi pramma meðfram síkjunum, þar sem bátar geta lagt að, og allir bátaeigendur notuðu tækifærið til að sýna sig og sjá aðra. Og þeir sem voru svo heppnir að búa við síkin sjálf, drógu bara matarborðið út á tröppurnar sínar, eða settust í stóla við innganginn, og voru jafnvel með kertaljós og þriggja rétta máltíð um sjöleitið, mjög spes stemming að labba þar um þar sem maður fékk það á tilfinninguna að maður væri að vaða inn í borðstofuna hjá fólki á skítugum skónum. Ég notaði auðvitað tækifærið og skellti mér í búðir á meðan Daði lék sér í tölvunni á næsta bar, keypti mér pils í mangó á útsölu og sjal og svona smotterí. Auðvitað hafði tilgangurinn verið að kaupa sér almennilegar buxur (enda tók ég bara einar með mér út) en pils virkar alveg jafn vel og er miklu þægilegra þegar veðrið er svona fallegt. Veðrið er líka fallegt í dag, kannski ekki alveg jafn gott, og um helgina á það að vera lala. Planið var um helgina að kíkja í flotta líkamsræktarstöð sem er stutt frá mér, þau eru með frían dagpassa fyrir nýja kúnna og mig langar að prufa að mæta (er orðin soldið þreytt á að skokka bara). Svo er spurning hvort maður skelli sér ekki á einhvern útimarkað um helgina, ef þannig viðrar og ekkert annað kemur upp. Svo er ég búin að kaupa múffu-form í Ikea, þannig að það er aldrei að vita nema maður baki eins og eina uppskrift af múffum um helgina og vígi þannig ofninn góða. Reyndar gekk ég í gegnum eld og brennistein til þess að finna heilhveiti hérna, en það var ekki til í helstu matvöruverslunum og þurfti ég að fara í fína lífræna sérverslun til að finna það. Hollendingar virðast helst vilja kaupa kökur og brauð, og í besta falli baka upp úr tilbúnu mixi (voru til svona 20 mismunandi brauð- og köku mix í pakka í bökunarhillunum en bara ein gerð af hveiti)- það virðist enginn reikna með því að maður geri þetta bara sjálfur frá A til Ö. Afskaplega er maður eitthvað myndarlegur...
Daði var að heyra frá Samskip, reyndar bara að þeir séu að bíða eftir því að einhver gaur komi til baka frá Íslandi áður en þeir taka ákvörðun, en maðurinn sagði reyndar í brefinu að bæði CV-ið og viðtalið hefðu verið mjög "impressive", þannig að þetta lítur alla veganna vel út. Við ætlum því að hinkra aðeins með net-tengingu heima, amk þar til við vitum hvað við borgum mikið mánaðarlega fyrir gas, rafmagn og sjónvarp og svoleiðis. Um leið og ég fæ tengingu lofa ég að fara að hringja aftur í fólk í gegnum tölvuna, en ég má náttúrulega ekki gera það í gegnum vinnutölvuna.
Ég set inn myndir í náinni framtíð, þangað til verið bara dugleg að skrifa í gestabókina þannig að ég sjái hvort einhver sé nú að lesa þetta (er búin að leyfa komment frá öllum núna).
Kærar kveðjur fra Hollandi,
Helga (og Daði)

4 comments:

svooona said...

Bara að láta vita að ég er að fylgjast með og kíki inn á síðuna þína reglulega:O) Kveðja úr sólbaðslandinu Danmörk 28 stiga hiti, sól og blíða.....kveðja SVansa

Anonymous said...

hæhæ:D við lesum alltaf
Kv. Jóhanna, Mamma og Pabbi

Unknown said...

Hæhæ

Ég var að lesa seinustu þrjár færslur. Það er nú meira hvað þú ert dugleg að skrifa langar færslur!

Nú hefur dæmið snúist við hjá okkur. Ég er aftur orðin Frónbúi og þú ert í útlandinu :-) Við erum búin að tæma gáminn okkar og búslóðin er nú í bílskúrnum hjá tengdó á meðan við, litla familían, búum í Vesturbænum hjá mömmu og pabba.

Gaman að sjá að allt gengur vel :-)

Helga Kr. Einarsdóttir said...

Jamm, kann ekki að ritskoða mig svo ég enda alltaf í einhverju bulli. Til hamingju með að vera komin aftur heim! Þið ætlið sem sagt að ala upp eitt stykki íslendin, og engan dana ;) Þið verðið að setja inn myndir!