Sunday, July 6, 2008

Hollendingurinn hjólandi

Búin að kaupa mér hjól!! Loksins er maður orðinn alvöru Hollendingur, en ekki bara heimskur túristi á tveimur jafnfljótum. Í gær fór ég í heimsókn til Anisku, en hún bauð okkur í ekta hollenskar pönnukökur heima hjá sér. Rétt hjá henni er þessi flotta hjólabúð sem selur notuð og ný hjól, og það tók mig bara kortér að finna tiltölulega velmeðfarið hjól á 150 evrur (maður á ekki að kaupa of flott hjól, því þá er þeim bara stolið). Auðvitað þurfti maður að splæsa formúu í lás, en lásarnir hér eru engin smá smíði- þykkar akkeriskeðjur og helst tveir lásar per hjól. Ágætis regla er að lásinn kosti tæplega þriðjung af verði hjólsins, og ég er að tefla á tæpasta vað með því að vera bara með einn lás á mínu hjóli (ég kaupi annan þegar ég fæ útborgað). Hingað til hafði ég bara fengið hjólið hennar Xiwen lánað, en það er pínulítið og ekki beint traustvekjandi þar sem það er svona sambrjótanlegt (?) og maður hefur það á tilfinningunni að að að gæti dottið í sundur á hverju augnabliki. En ég mætti sem sagt í pönnukökupartíið hennar Anisku á "glænýju" hjóli og gæddi mér á ljúffengum pönnukökum með beikoni, geitaosti og hunangi- mjög spes en mjög gott líka ;) Planið var að allir myndu svo spila blak í Westerpark á eftir (verður hverfisgarðurinn minn þegar ég flyt) en því var frestað vegna veðurs svo við fengum okkur bara kaffi í Bakkerswinkel í staðin, sem er gömul krúttlega verksmiðja í westerpark. Þetta eru voða krúttlegar byggingar, úr rauðum múrstein og alls kyns flúri, og nú eru þarna barir, gallerí og kaffihús. Eg hef lengi verið að leita að þægilegu kaffihúsi til að lesa greinar og svoleiðis, en þessir fáu staðir sem ég hef fundið loka alltaf kl 6 á daginn og ég er að vinna til kl 5. En svo virðist sem leit minni sé lokið: í dag fór ég ásamt Xiwen og kínverskum vini hennar í borgarbókasafn Amsterdam, en það er risastórt og nútímalegt bókasafn á sjö hæðum með við höfnina, við hliðina á aðallestarstöðinni. Á efstu hæðinni er rosalega flott matstofa þar sem hægt er að fá ýmis konar girnilegan mat og sætindi, og meira að segja hægt að sitja úti og horfa yfir höfnina. Við erum búnar að ákveða að gera þetta vikulega, að kíkja á bókasafnið til þess að lesa greinar og chilla, en eins og allir sem eru í doktorsnámi vita verður maður að lesa mikið af greinum til þess að vera með á takteinunum. Heima hjá mér nenni ég næstum því aldrei að lesa, enda alltaf sofandi uppi í rúmi með grein á maganum eða andlega sofandi fyrir framan sjónvarpið með grein á maganum. En þetta stendur allt til bóta...

2 comments:

Jóhanna María said...

Ég er búin að kaupa kaffið. Keypti 500 gr. El Salvador og 500 gr. Vínarkaffi og svo 250 gr. af koffl. súmötru. Þetta var nú ekki ódýrt og kostaði 2800 kr. með afslætti... En þú átt allavega nóg af kaffi:D Súmatran er millimöluð, El Salvador er malað á 6 og Vínarkaffið á 5...
Það væri sniðugra hjá þér að leyfa "anonymous" að kommenta líka, þá þyrfti maður ekki að logga sig inn í hvert sinn sem maður ætlar að kommenta, og þá geta þeir sem ekki eiga blogspot líka kommentað:D
Ég hlakka til að sjá þig í Desember:D

svooona said...

Hæ litla systir. Það er gaman að lesa bloggið þitt og gott að allt gengur vel :O) Þú virðist skemmta þér konunglega í borg hassins. Vertu nú dugleg að blogga svo við getum fylgst með þér og þínum. Knús svansa, Halli og sætu frænkurnar :O)